Jóhannes rekinn frá Start

Jóhannes Harðarson missti starfið hjá Start.
Jóhannes Harðarson missti starfið hjá Start. Ljósmynd/Start

Knattspyrnuþjálfarinn Jóhannes Harðarson hefur verið rekinn frá norska félaginu Start. Jóhannes fékk reisupassann eftir aðeins fimm umferðir af tímabilinu. 

Jóhannes stýrði Start upp í efstu deild Noregs árið 2019 en féll á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu. Start er nú sex stigum frá toppsæti B-deildarinnar. 

Jóhannes var aðstoðarþjálfari frá 2017 til 2019 og aðalþjálfari júlí 2019. Þá lék hann með liðinu frá 2004 til 2008. Jóhannes skilur við Start í sjöunda sæti B-deildarinnar. 

Liðið hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur á leiktíðinni. 

mbl.is