Kólumbía byrjar á naumum sigri

Edwin Cardona (nr. 10) fagnar sigurmarki Kólumbíu ásamt liðsfélögum sínum.
Edwin Cardona (nr. 10) fagnar sigurmarki Kólumbíu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Kólumbía vann Ekvador með minnsta mun, 1:0, þegar liðin mættust í B-riðli Ameríkubikarsins í knattspyrnu karla í nótt.

Vængmaðurinn Edwin Cardona skoraði sigurmark Kólumbíumanna skömmu fyrir leikhlé eftir sendingu frá Miguel Borja.

Í gærkvöldi unnu nýtilkomnir gestgjafar Brasilíu öruggan 3:0 sigur á vængbrotnu liði Venesúela í riðlinum.

Er Brasilía því á toppi B-riðils og Kólumbía í öðru sæti.

Fimm lið eru í riðlinum og fara fjögur þeirra áfram í átta liða úrslit keppninnar.

Keppni í A-riðlinum hefst í kvöld klukkan 21 þegar Argentína mætir Síle. Á miðnætti mætast svo Paragvæ og Bólivía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert