Skotar án lykilmanns gegn Tékkum

Kieran Tierney leikur ekki með Skotum.
Kieran Tierney leikur ekki með Skotum. AFP

Kieran Tierney, leikmaður Arsenal, verður ekki með Skotum í fyrsta leik þeirra í lokakeppni Evrópumótsins, gegn Tékkum, sem hefst á Hampden Park í Glasgow klukkan 13.

Tierney er lykilmaður í liði Skotanna og ljóst að skarð hans er vandfyllt en hann er ekki í 23 manna hópi þeirra í leiknum í dag.

Skotar tefla fram miðjumönnum úr ensku úrvalsdeildinni, Scott McTominay frá Manchester United, John McGinn frá Aston Villa og Stuart Armstrong frá Southampton. Tékkar eru með tvo leikmenn úr sömu deild í byrjunarliðinu, miðjumanninn Tomás Soucek og varnarmannin Vladimír Coufal, en þeir leika báðir með West Ham.

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, er fyrirliði Skota í dag en liðin tvö eru þannig skipuð:

Skotland: David Marshall – Grant Hanley, Liam Cooper, Jack Hendry – Stephen O'Donnell, Stuart Armstrong, John McGinn, Scott McTominay, Andy Robertson – Lyndon Dykes, Ryan Christie

Tékkland: Tomas Vaclik – Vladimir Coufal, Ondrej Celustka, Tomas Kalas, Jan Boril – Alex Kral, Tomas Soucek – Lukas Masopust, Vladimir Darida, Jakub Jankto – Patrik Schik

Liðin eru í D-riðli ásamt Englandi og Króatíu en England vann leik þeirra á Wembley í gær, 1:0.

mbl.is