Fá að vera með í Meistaradeildinni

Barcelona og Real Madrid eru skráð í Meistaradeildina.
Barcelona og Real Madrid eru skráð í Meistaradeildina. AFP

Juventus, Barcelona og Real Madrid fá að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á komandi keppnistímabili, 2021-22, þrátt fyrir að tilheyra enn hinni svokölluðu Ofurdeild sem stofnuð var í aprílmánuði.

Aðeins þessi þrjú lið eru eftir í deildinni en níu félög drógu sig úr henni eftir gríðarleg mótmæli og UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði að beita þau þungum refsingum. UEFA hóf lögsókn gegn félögunum í síðustu viku en frestaði henni síðan.

Öll félög sem taka þátt í Meistaradeildinni á komandi keppnistímabili hafa fengið leyfisbréf þess efnis og félögin þrjú eru í þeim hópi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert