Ronaldo lét kókið hverfa

Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi gærdagsins.
Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi gærdagsins. AFP

Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og einn besti knattspyrnumaður heims, mætti fyrir hönd Portúgals á blaðamannafund liðsins í gær.

Portúgal mætir Ungverjalandi í sínum fyrsta leik í lokakeppni Evrópumótsins á Puskás-vellinum í Búdapest í dag en liðin leika í F-riðli keppninnar ásamt Þýskalandi og Frakklandi.

Gosdrykkjaframleiðandinn Coke-Cola er einn af styrktaraðilum mótsins í ár en Ronaldo er þekktur fyrir heilsusamlegan og heilbrigðan lífsstíl.

Hann var fljótur að láta kókið hverfa þegar hann mætti á blaðamannafundinn og benti blaðamönnum á að það væri best að drekka vatn.mbl.is