Rotaðist í 10-15 sekúndur

Pavard fær þungt högg frá Robin Gosens í kvöld.
Pavard fær þungt högg frá Robin Gosens í kvöld. AFP

„Þetta var högg því ég rotaðist í 10-15 sekúndur,“ sagði Benjamin Pavard, landsliðsmaður Frakka í fótbolta, í samtali við beIN Sports um högg á andlitið sem hann fékk í 1:0-sigrinum á Þýskalandi í fyrsta leik liðanna á EM í kvöld.

Þrátt fyrir að hafa misst meðvitund í nokkrar sekúndur hélt Pavard leik áfram. Hann var að sjálfsögðu ánægður með sigurinn á móti sterkum andstæðingi.

„Þetta þýska lið er gott en við spiluðum mjög vel, bæði í vörn og sókn. Okkur líður vel og vonandi eigum við bara eftir að verða betri.

Það er sérstaklega gott að vinna svona sterkt lið eins og Þýskaland. Þetta var mikilvægur leikur en nú þurfum við að hvíla okkur og vera klárir í leikinn á móti Ungverjalandi,“ sagði Pavard.

mbl.is