Troðfullur völlur í fyrsta skipti

Ungverskir áhorfendur eru vel með á nótunum á leiknum í …
Ungverskir áhorfendur eru vel með á nótunum á leiknum í dag. AFP

Í fyrsta skipti í yfirstandandi Evrópukeppni í fótbolta er leikið á troðfullum leikvangi í dag en sú er raunin á Puskás Aréna í Búdapest þar sem leikur Ungverja og Portúgala hófst klukkan 16.

Í Ungverjalandi er leyft að sitja í öllum sætum og því eru 67 þúsund manns á leiknum í dag og ungverska liðið fær því gríðarlegan stuðning gegn portúgölsku Evrópumeisturunum.

Staðan um miðjan fyrri hálfleik þegar þetta er skrifað er 0:0.

Stuðningsfólk Ungverja á Puskás Aréna í dag.
Stuðningsfólk Ungverja á Puskás Aréna í dag. AFP
mbl.is