Pogba hermdi eftir Ronaldo

Paul Pogba átti góðan leik í gær.
Paul Pogba átti góðan leik í gær. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba sat fyrir svörum hjá blaðamönnum eftir leik Frakklands og Þýskalands á EM í gærkvöldi.

Pogba, sem drekkur ekki áfengi, var ekki sáttur við að flaska af Heineken-bjór hefði verið til sýnis á fundinum. Frakkinn tók sig því til og fjarlægði flöskuna.

Fetaði hann þar með í fótspor Cristiano Ronaldo sem fjarlægði tvær flöskur af Coca Cola á blaðamannfundi sínum fyrir leik Portúgals og Ungverjalands og hvatti fólk til að drekka vatn.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is