Holland tryggði sér efsta sæti C-riðils

Denzel Dumfries fagnar marki sínu í kvöld.
Denzel Dumfries fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Holland tryggði sér efsta sæti C-riðils á EM karla í fótbolta með verðskulduðum 2:0-sigri á Austurríki í Amsterdam í kvöld.

Hollendingar, sem voru mun betri allan leikinn, komust yfir á 11. mínútu er Memphis Depay skoraði úr vítaspyrnu eftir að David Alaba gerðist brotlegur innan teigs.

Heimamenn í Hollandi voru mun líklegri til að bæta við mörkum en Austurríki að jafna, en annað kom ekki fyrr en á 67. mínútu. Það skoraði Denzel Dumfries af stuttu færi eftir góða sendingu frá Donyell Malen og þar við sat.

Dumfries skoraði einnig í fyrsta leiknum gegn Úkraínu og gæti verið eftirsóttur af stórliðum Evrópu eftir mótið, en hann leikur með PSV í heimalandinu.

Austurríki er með þrjú stig eftir sigur á Norður-Makedóníu í fyrsta leik. Úkraína er einnig með þrjú stig í sama riðli en Norður-Makedónía er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert