Sex klukkutímar á skurðarborðinu

Timoty Castagne meiddist illa gegn Rússum á laugardaginn.
Timoty Castagne meiddist illa gegn Rússum á laugardaginn. AFP

Timothy Castagne, bakvörður Leicester og belgíska landsliðsins í knattspyrnu, gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð í vikunni eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leik Belga og Rússa í B-riðli Evrópumótsins í Pétursborg í Rússlandi um síðustu helgi.

Bakvörðurinn brotnaði á tveimur stöðum í augntóft eftir harkalegt samstuð við Daler Kuzyaev eftir tæplega hálftíma leik en báðir þurftu þeir að fara af velli vegna meiðsla.

Belgíska knattspyrnusambandið greinir frá því að aðgerðin hafi gengið vel og reiknar með því að leikmaðurinn verði frá næstu sex til átta vikurnar.

mbl.is