Sleppur við leikbann þrátt fyrir bit

Antonio Rüdiger og Paul Pogba féllust í faðma eftir leikinn …
Antonio Rüdiger og Paul Pogba féllust í faðma eftir leikinn á þriðjudagskvöld. AFP

Antonio Rüdiger, varnarmaður þýska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki dæmdur í leikbann þrátt fyrir að hafa bitið Paul Pogba, miðjumann franska landsliðsins, í leik liðanna á Evrópumótinu á þriðjudagskvöld.

Rüdiger sást bíta í bak Pogba í fyrri hálfleiknum en VAR-dómari leiksins aðhafðist ekkert. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun sömuleiðis ekkert aðhafast í málinu.

Varnarmaðurinn sterki mun því ekki sæta refsingu fyrir bitið. Eftir leikinn þvertók Rüdiger fyrir það að hafa bitið Pogba en sagði hins vegar að hann „ætti ekki að fara með munn sinn svo nálægt baki hans“.

Pogba gerði sjálfur lítið úr atvikinu eftir leik og sagði að um smávægilegt nart hefði verið að ræða.

„Ég fann fyrir bitinu og lét dómarann vita af því og það kom í hans hlut að taka ákvörðun. Ég vil alls ekki að hann [Rüdiger] fari í bann fyrir þetta. Þetta er búið. Þetta var smá bit, bara vinalegt nart. Þetta var ekkert alvarlegt því við höfum þekkst í langan tíma.“

mbl.is