Boltinn vildi ekki í netið á Wembley

Lyndon Dykes og Tyrone Mings eigast við á Wembley.
Lyndon Dykes og Tyrone Mings eigast við á Wembley. AFP

England og Skotland gerðu markalaust jafntefli í D-riðli á Wembley á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Bæði lið fengu fjölmörg færi til að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki.

Besta færi Skota fékk Lyndon Dykes á 62. mínútu leiksins en Reece James náði á undraverðan hátt að verja skot hans á línu.

John Stones fékk besta færi Englendimga í leiknum en hann átti skalla í stöng á 12. mínútu leiksins en hann hefði klárlega átt að gera betur þar.

Þrátt fyrir fjölmörg önnur færi í leiknum og var lokaniðurstaðan markalaust jafntefli. Liðin höfðu aldrei áður gert markalaust jafntelfi á Wembley  en leikur liðanna í kvöld var sá 33. í röðinni á þeim velli.

Þessi úrslit þýða að Englendingar og Tékkar eru á toppnum í D-riðli með fjögur stig eftir tvær umferðir en Skotland og Króatía eru bæði með eitt stig en í lokaumferðinni mætast einmitt Skotland og Króatía annars vegar og England - Tékkland hins vegar.

Lokaumferðin í D-riðli fer fram þriðjudaginn 22. júní.

England 0:0 Skotland opna loka
90. mín. Það verða aðeins tvær mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert