Loka aðdáendasvæði vegna smita

Aðdáendur rússneska landsliðsins á aðdáendavæði EM fyrir leik Rússlands gegn …
Aðdáendur rússneska landsliðsins á aðdáendavæði EM fyrir leik Rússlands gegn Finnlandi sem fram fór á miðvikudag. AFP

Yfirvöld í Moskvu hafa lokað aðdáendasvæði Evrópumótsins í knattspyrnu í borginni og sett 1.000 manna takmörk á samkomur. 

Fjöldi kórónuveirusmita hefur vaxið á síðustu dögum í borginni. 

„Ég vildi ekki gera þetta, en við eigum ekki annarra kosta völ,“ sagði Sergei Sobyanin borgarstjóri Moskvu í yfirlýsingu. „Frá og með deginum í dag munum við takmarka samkomur við þúsund manns,“ er haft eftir Sergei í yfirlýsingunni. 

„Við munum tímabundið stöðva alla stóra skemmtanaviðburði og við munum einnig þurfa að loka dansstöðum og aðdáendasvæðum,“ sagði Sergei og vísaði þar til aðdáandasvæðis Evrópumótsins fyrir utan Luzhniki-völlinn í borginni. 

mbl.is