Tvenna í Grindavík - Markaveisla í Mosfellsbæ

Grindvíkingar eru á skriði í 1. deildinni.
Grindvíkingar eru á skriði í 1. deildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvívegis fyrir Grindavík þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Gróttu í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Grindavíkurvelli í Grindavík í kvöld.

Sigurður Bjartur kom Grindavík yfir strax á 39. mínútu en Pétur Theódór Árnason jafnaði metin fyrir Gróttu á 68. mínútu.

Arnar Þór Helgason fékk að líta sitt annað gula spjald í liði Gróttu á 85. mínútu og Grindvíkingar nýttu sér liðsmuninn. 

Sigurjón Jónsson kom Grindavík yfir á 90. mínútu og Sigurður Bjartur innsiglaði sigur Grindavíkur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 

Grindavík er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, sex stigum minna en topplið Fram, en Grótta er í sjöunda sætinu með 8 stig.

Gary Martin skoraði tvívegis fyrir Selfoss þegar liðið gerði 3:3-jafntefli gegn Aftureldingu á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ.

Pedro Vázquez skoraði tvívegis fyrir Aftureldingu snemma leik en tvö mörk frá Martin sáu til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 2:2.

Ingvi Rafn Óskarsson kom Selfossi yfir á 67. mínútu áður en Kári Steinn Hlífarsson jafnaði metin fyrir Aftureldingu á 81. mínútu.

Afturelding er með 6 stig í níunda sæti deildarinnar en Selfoss er í tíunda sætinu með 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert