„Einn fallegasti dagur ævi minnar“

Attila Fiola fagnar marki sínu gegn Frakklandi í dag.
Attila Fiola fagnar marki sínu gegn Frakklandi í dag. AFP

Attila Fiola, vinstri bakvörður ungverska landsliðsins, var himinsæll með 1:1 jafntefli liðsins gegn Frakklandi í F-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu karla í Búdapest í dag. Fiola kom Ungverjum á bragðið undir lok fyrri hálfleiks.

„Við náðum stórkostlegum úrslitum með frábærum liðsleik. Ég er stoltur af liðinu og stuðningsmönnunum líka. Þetta er einn fallegasti dagur ævi minnar,“ sagði Fiola í samtali við BBC eftir leik.

Ungverjar náðu að halda markinu hreinu um skeið en Antoine Griezmann jafnaði metin fyrir Frakkland um miðjan síðari hálfleikinn og þar við sat.

Það var frábært að sjá hversu vel liðið spilaði. Við náðum að sýna meira hugrekki í leik okkar og spiluðum betri sóknarleik en gegn Portugál á þriðjudaginn. Dagurinn í dag var magnaður,“ bætti Fiola við.

mbl.is