Íslendingarnir skoruðu mörkin

Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum fyrir Vålerenga í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum fyrir Vålerenga í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir voru á skotskónum fyrir lið sitt Vålerenga þegar það tók á móti Arna-Björnar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ingibjörg kom Vålerenga yfir á 71. mínútu og Amanda bætti við öðru marki norska liðsins fjórum mínútum síðar eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 60. mínútu. Lokatölur því 2:0 í Osló.

Ingibjörg lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig eða fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína.

Guðbjörg Gunnarsdóttir var ónotaður varamaður hjá Arna-Björnar sem er án stiga í neðsta sætinu eftir fjóra spilaða leiki.

mbl.is