Kolbeinn skoraði gegn Bröndby

Kolbeinn Sigþórsson skoraði gegn Bröndby.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði gegn Bröndby. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var á skotskónum fyrir Gautaborg þegar það tók á móti danska liðinu Bröndby í æfingaleik í dag.

Bröndby vann leikinn 2:1 en Kolbeinn skoraði mark Gautaborgarliðsins. Hlé er á keppni í sænsku úrvalsdeildinni vegna Evrópumótsins á meðan dönsku liðin eru í hefðbundnu sumarfríi þar til nýtt tímabil hefst þar í júlí.

Adam Ingi Benediksson, sem kom til Gautaborgar frá HK í fyrra, var varamarkvörður liðsins í leiknum í dag.

mbl.is