Fallegt íslenskt augnablik náðist á mynd

Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson eru samherjar hjá …
Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson eru samherjar hjá FCK. Ljósmynd/Magnús Agnar

Knattspyrnumaðurinn ungi Orri Steinn Óskarsson skoraði annað mark U17 ára liðs FC Kaupmannahafnar gegn Nordsjælland í U17 ára deild Danmerkur í gær.

Kaupmannahafnarliðið vann 2:1-sigur og fór langt með að tryggja sér sigur í deildinni fyrir vikið. Orri hefur farið á kostum og skorað 26 mörk í 16 leikjum á leiktíðinni, níu mörkum meira en næsti liðsfélagi. Orri, sem er 17 ára, kom til FCK frá Gróttu fyrir tveimur árum.

Mynd sem danska félagið birti á Instagram eftir leik hefur vakið mikla athygli en á henni má sjá Laufeyju Kristjánsdóttur, móður Orra, hringja heim til Íslands á meðan sonurinn fagnar marki sínu. Ætla má að Laufey sé stolt að segja frá afrekum sonar síns.

Myndina má sjá hér fyrir neðan.

Laufey horfir stolt á soninn á meðan hún talar í …
Laufey horfir stolt á soninn á meðan hún talar í símann. Ljósmynd/FCK
mbl.is