Enn og aftur fórum við illa með Englendinga

Leonardo Bonucci var kátari en flestir í kvöld.
Leonardo Bonucci var kátari en flestir í kvöld. AFP

Leonardo Bonucci, leikmaður ítalska landsliðsins í fótbolta, var kampakátur þegar hann ræddi við RAI Sport-sjónvarpsstöðina eftir úrslitaleik Evrópumótsins gegn Englandi á Wembley í kvöld. Ítalía vann í vítaspyrnukeppni eftir 1:1-jafntefli.

„Að sjá 58.000 manns yfirgefa svæðið áður en við fengum bikarinn var æðislegt. Nú er hann að koma heim til Rómar! Þeir héldu að hann yrði áfram í London, en enn og aftur fórum við illa með þá,“ sagði Bonucci sem jafnaði fyrir Ítalíu í seinni hálfleik eftir að Luke Shaw kom Englandi yfir í upphafi leiks.

„Þegar við hittumst í Sardiníu fyrir mótið fundum við að þetta var öðruvísi en oft áður hjá okkur. Hægt og rólega fengum við meira sjálfstraust. Það var æðislegt að vinna þessa keppni og nú erum við goðsagnir,“ bætti Bonucci við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert