Taumlaus gleði á Ítalíu

Gleðin var við völd langt fram á nótt í Rómaborg og víða á Ítalíu eftir að Ítalir urðu Evrópumeistarar í fótbolta eftir sigur gegn Englandi á Wembley í gær. 

Eftir spennuþrunginn úrslitaleik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni brustu ítalskir stuðningsmenn í söng, féllust í faðma og einhverjir stigu dans, auk þess sem flugeldar fóru á loft, að minnsta kosti í Róm þar sem fagnaðarlætin stóðu fram á nótt.  

„Ég mun muna eftir þessu alla mína tíð, allt mitt líf!“ hrópaði einn stuðningsmaður Ítala milli þess sem hann sendi fingurkossa út í loftið. Ljóst er að kórónuveiran var ekki ofarlega í hugum stuðningsmanna í fagnaðarlátunum. 

Leik­ur­inn byrjaði ekki vel fyrir Ítali því strax á 2. mín­útu skoraði Luke Shaw huggu­legt mark. „Við þjáðumst í byrjun en fórum okkar eigin leið, við unnum!“ sagði annar stuðningsmaður eftir sigurinn. 

Þetta er í annað sinn sem Ítalía tryggir sér Evr­ópu­meist­ara­titil karla í fót­bolta en sá fyrsti kom árið 1968. 

Mikill fögnuður braust út í Róm í gærkvöld þegar sigurinn …
Mikill fögnuður braust út í Róm í gærkvöld þegar sigurinn var í höfn. AFP
Evrópumeistaratitlinum fagnað í miðborg Mílanó.
Evrópumeistaratitlinum fagnað í miðborg Mílanó. AFP
Dyggur stuðningsmaður fagnar Evrópumeistaratitlinum í Róm.
Dyggur stuðningsmaður fagnar Evrópumeistaratitlinum í Róm. AFP
Tilfinningarík sigurstund.
Tilfinningarík sigurstund. AFP
Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma auk framlengingar og því …
Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma auk framlengingar og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur 3-2. AFP
Ítal­ía vann sinn ann­an Evr­ópu­meist­ara­titil karla í fót­bolta með sigri …
Ítal­ía vann sinn ann­an Evr­ópu­meist­ara­titil karla í fót­bolta með sigri á Englandi í víta­keppni í úr­slita­leik á Wembley í gærkvöld. AFP
Einbeittur ungur stuðningsmaður.
Einbeittur ungur stuðningsmaður. AFP
Leikurinn var spennuþrunginn.
Leikurinn var spennuþrunginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert