Grænar treyjur bannaðar á Ítalíu

Sassuolo leikur í grænum og svörtum treyjum.
Sassuolo leikur í grænum og svörtum treyjum. AFP

Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar í fótbolta hafa tilkynnt reglubreytingar í deildinni sem hafa vakið athygli. Frá og með tímabilinu 2022/23 verður liðum bannað að klæðast grænum treyjum í leikjum í deildinni.

Ástæða reglubreytingarinnar er sú að búningarnir eru of líkir grasinu sem hentar illa í sjónvarpsútsendingum, en erfitt getur verið að greina leikmenn í grænum búningum með grænt grasið undir sér.

Aðeins eitt lið sem leikur í deildinni um þessar mundir er í grænum aðaltreyjum en það er Sassuolo. Þá hafa lið á borð við Atalanta og Lazio einnig leikið í grænum varatreyjum.

mbl.is