Ætlar að skapa sér nafn á Ítalíu

Hjörtur Hermannsson í baráttu við Bukayo Saka í landsleik Íslands …
Hjörtur Hermannsson í baráttu við Bukayo Saka í landsleik Íslands og Englands síðasta vetur. AFP

„Þetta gerðist hratt. Um leið og ég heyrði í þeim þá var þetta mjög spennandi og þeir sýndu mér mjög mikinn áhuga. Þetta er mjög spennandi verkefni,“ sagði Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið.

Hjörtur gerði í síðustu viku fjögurra ára samning við ítalska B-deildarfélagið Pisa. Hann kom til félagsins eftir fimm ár í herbúðum Bröndby í Danmörku þar sem hann varð danskur meistari á síðustu leiktíð.

„Það var orðið ljóst að ég vildi breyta til og prófa eitthvað nýtt eftir fimm ár í Skandínavíu. Ég vildi láta reyna á það í Evrópu. Þeir sannfærðu mig um að það væri spennandi fyrir mig að koma til þeirra og þroskast sem leikmaður og hjálpa þeim í þeirra verkefni að þroskast sem lið.

Þeir eru með nýjan eiganda og nýjan íþróttastjóra og það er mikið í þetta lagt. Þetta félag vill bæta sig mikið á næstu árum og sjá mig sem púsl í þeirri uppbyggingu,“ sagði Hjörtur.

Pisa leikur heimaleiki sína á hinum sögufræga Arena Garibaldi, en hann var byggður árið 1919 og því orðinn 102 ára gamall. Mikil uppbygging á sér stað á bak við tjöldin hjá Pisa því nýtt æfingasvæði og nýr heimavöllur eiga að rísa á næstu árum. Liðið hafnaði í 14. sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð en ætlar sér stærri hluti.

„Völlurinn er sögufrægur og flottur. Hann angar af sögu en á sama tíma er kominn tími á hann. Planið hjá félaginu er að byrja að byggja nýjan völl innan tveggja ára. Ég hef ekki séð aðstæður persónulega því ég fór beint í æfingaferð með liðinu.

Viðtalið við Hjört má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »