Í aðgerð og frá næstu mánuðina

Aron Bjarnason hefur ekkert getað leikið með Sirius.
Aron Bjarnason hefur ekkert getað leikið með Sirius. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knatt­spyrnumaður­inn Aron Bjarna­son verður frá keppni í 2-3 mánuði til viðbótar vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðustu vikur og mánuði. Aron fer í aðgerð í ágústbyrjun til að fá bót meina sinna. 

Aron hef­ur ekk­ert getað leikið með sænska úrvalsdeildarliðinu Sirius á þess­ari leiktíð vegna meiðslanna. Hann kom til fé­lags­ins fyr­ir þessa leiktíð frá Újpest í Ung­verjalandi, en spilaði með Val á láns­samn­ingi síðasta sum­ar. 

„Ég fer í aðgerð í byrjun ágúst. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær ég verð kominn á völlinn, en sennilega 8-12 vikum eftir aðgerð,“ sagði Aron við mbl.is. í dag.

Sirius fékk slæman skell gegn Djurgården á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag, 1:5. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki.

mbl.is