Dramatískur sigur í toppslagnum

Davíð Kristján Ólafsson lék í dramatískum sigri.
Davíð Kristján Ólafsson lék í dramatískum sigri. Ljósmynd/Aalesund

Aalesund vann í kvöld dramatískan 3:2-sigur á HamKam í toppslag í norsku B-deildinni í fótbolta. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í vörn Aalesund.

Bolkan Nordli hafði skorað tvö mörk fyrir Aalesund og Emil Sildnes tvö mörk fyrir HamKam þegar komið var í uppbótartíma. Þá skoraði Quin Janssen sigurmarkið.

Þrátt fyrir úrslitin er HamKam enn í toppsætinu með 26 stig. Aalesund er í fjórða sæti, nú aðeins tveimur stigum frá toppsætinu.

mbl.is