Rifja upp ótrúlegan sigur Breiðabliks

Breiðablik vann frækinn sigur á Sturm Graz árið 2013.
Breiðablik vann frækinn sigur á Sturm Graz árið 2013. Ljósmynd/Austria Vín

Breiðablik mætir Austria Vín í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta annað kvöld.

Á heimasíðu austurríska félagsins er Breiðablik til umfjöllunar. Þar er lauslega farið yfir liðið og hættulegustu leikmenn. Árni Vilhjálmsson og Thomas Mikkelsen eru sérstaklega nefndir.

Þar er einnig talað um 1:0-sigur Breiðabliks á austurríska liðinu Sturm Graz á útivelli í Evrópudeildinni árið 2013. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Kópavogsvelli og Breiðablik fór áfram.

Stuðningsmönnum austurríska félagsins fannst upprifjunin afar skemmtileg og fögnuðu henni vel þegar félagið birti hana á Twitter-síðu sinni.

mbl.is