Skoraði fallegasta mark fyrstu umferðar

Jón Dagur Þorsteinsson í leik með 21-árs landsliði Íslands.
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með 21-árs landsliði Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Markið sem Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrir AGF gegn Bröndby um síðustu helgi í 1:1-jafntefli liðanna hefur verið valið besta markið í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Jón Dagur kom þá AGF yfir í leiknum þegar hann lék upp allan völl og að vítateig þar sem hann skoraði með fallegu skoti í hægra hornið.

Kosið er um fallegasta markið á heimasíðu úrvalsdeildarinnar og mark íslenska landsliðsmannsins fékk flest atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert