Íslenskur táningur skoraði þrennu í fyrsta leik

Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson

Knattspyrnumaðurinn Mikael Egill Ellertsson fékk tækifæri með aðalliði SPAL á Ítalíu er liðið mætti utandeildaliðinu Solandra Val di Sole í æfingaleik.

Mikael Egill, sem er 19 ára, nýtti tækifærið vel því hann skoraði þrennu í 19:0-sigri. Leikurinn var sá fyrsti hjá Mikael í aðalliði SPAL, en hann er uppalinn hjá Fram.

Hann hefur verið hjá SPAL frá árinu 2018 en liðið leikur í B-deild Ítalíu.

mbl.is