Ítalíumeistararnir fara sömu leið og Arsenal

Romelu Lukaku er lykilmaður hjá Inter.
Romelu Lukaku er lykilmaður hjá Inter. AFP

Ítalíumeistarar Inter Mílanó munu ekki taka þátt í Flórída-bikarnum í fótbolta þar sem félagið telur ekki skynsamlegt að ferðast á milli heimsálfa á þessum tíma.

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tilkynnti fyrr í vikunni að það myndi ekki senda lið til leiks á mótið í ár vegna smita í hópnum og hefur ítalska félagið nú farið sömu leið.

Aðeins tvö lið eru eftir á mótinu; Everton og Millonarios frá Kólumbíu. Skipuleggjendur mótsins hafa þó ekki gefist upp og stefna að því að finna tvö ný lið með stuttum fyrirvara.  

mbl.is