Mexíkó skellti Frakklandi – Spánn missteig sig

Mexíkó vann sannfærandi sigur á Frakklandi.
Mexíkó vann sannfærandi sigur á Frakklandi. AFP

Mexíkó gerði sér lítið fyrir og vann 4:1-sigur á Frakklandi í fyrsta leik liðanna í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í morgun.

Alexis Vega og Sebastián Córdova komu Mexíkó í 2:0 áður en André-Pierre Gignac lagaði stöðuna fyrir Frakkland úr vítaspyrnu. Það dugði skammt því Uriel Antuna og Eduardo Aguirre bættu við mörkum fyrir Mexíkó.

Spánverjum mistókst að vinna Egypta, en lokatölur urðu 0:0. Þá vann Nýja-Sjáland 1:0-sigur á Suður-Kóreu. Chris Wood, framherji Burnley í ensku úrvalsdeildinni, skoraði sigurmark Nýja-Sjálands á 60. mínútu.

Chris Wood fagnar sigurmarki sínu.
Chris Wood fagnar sigurmarki sínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert