Í höfuðborginni næstu tvö árin

Mauricio Pochettino verður áfram stjóri PSG næstu tvö ár.
Mauricio Pochettino verður áfram stjóri PSG næstu tvö ár. AFP

Argentínski knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino hefur framlengt samning sinn við París SG til ársins 2023.

Pochettino tók við Parísarliðinu í janúar og skrifaði fyrst um sinn undir átján mánaða samning við félagið.

Undir stjórn Pochettino varð PSG franskur bikarmeistari á síðustu leiktíð. Liðið þurfti hins vegar að sætta sig við annað sætið í deildinni á eftir Lille og tap fyrir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Félagið hefur fengið til sín sterka leikmenn á síðustu vikum og mánuðum en Gianluigi Donnarumma, Sergio Ramos, Georginio Wijnaldum og Achraf Hakimi hafa allir gengið í raðir PSG að undanförnu. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, gæti bæst á þann list á komandi vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert