Liðið og umhverfið til þess fallið að bæta mig

Guðrún Arnardóttir í landsleik.
Guðrún Arnardóttir í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gerðist frekar hratt. Ég heyrði af áhuganum fyrir þremur vikum síðan,“ sagði Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið.

Miðvörðurinn samdi í gær við sænska stórliðið Rosengård til tveggja ára eftir þrjú ár hjá Djurgården. Hún var enn samningsbundin Djurgården og þurfti Rosengård því að kaupa Guðrúnu, en hún fær treyju númer 3 hjá nýja liðinu.

„Félögin þurftu að tala saman því ég var enn samningsbundin Djurgården. Þau þurftu að komast að samkomulagi sín á milli og því þurfti ég að bíða eftir að það gengi í gegn. Þegar það tókst þá gekk þetta frekar hratt,“ sagði Guðrún.

Sterkt á Evrópumælikvarða

Hún er spennt fyrir því að spila með liði sem hefur orðið sænskur meistari ellefu sinum og þar af sex sinnum frá árinu 2010. Á sama tíma hefur Rosengård þrívegis orðið bikarmeistari.

„Þetta er mjög spennandi. Þetta er toppklúbbur og búinn að vera það í nokkur ár. Liðið er að spila í Meistaradeildinni og er að standa sig vel á evrópskan mælikvarða líka, ekki bara í sænsku deildinni. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir mig til að bæta mig, þetta er liðið og umhverfið til þess. Ég hef alltaf verið í botnbaráttunni með Djurgården, sem hefur stundum verið erfitt. Það segir sig sjálft að þegar maður fer í topplið er meiri samkeppni og erfiðara að komast í liðið. Að sama skapi getur það gert mann betri líka. Þessi samkeppni, að þurfa að sanna sig á hverjum einasta degi og æfa með betri leikmönnum. Þetta er frábært tækifæri,“ sagði hún.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »