Neymar og Barcelona ná samkomulagi

Neymar leikur með PSG í Frakklandi.
Neymar leikur með PSG í Frakklandi. AFP

Knattspyrnustjarnan Neymar og spænska félagið Barcelona hafa leyst ágreining sinn utan réttar eftir að leikmaðurinn höfðaði mál gegn félaginu vegna vangoldna launa.

Neymar taldi sig eiga inni ógreiddar bónusgreiðslur frá spænska stórliðinu áður en hann gekk til liðs við PSG í Frakklandi fyrir metfé árið 2016. Hann höfðaði því mál gegn sínum fyrrverandi atvinnurekendum og krafðist þess að fá greiddar rúmar 45 milljónir evra. Félagið höfðaði þá mál gegn leikmanninum fyrir samningsbrot.

Dómstóll í Barcelona sýknaði félagið af kröfu Neymar í fyrra og var honum gert að greiða Barcelona málskostnað, um milljarð íslenskra króna. Fjölmiðlar í Spáni sögðu frá því í vetur að Neymar hefði áfrýjað málinu en Barcelona staðfesti í dag að félagið og leikmaðurinn hafa komist að samkomulagi utan réttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert