Barcelona skoraði þrjú

Memphis Depay skoraði fyrsta mark Barcelona.
Memphis Depay skoraði fyrsta mark Barcelona. AFP

Spænska knattspyrnuliðið Barcelona skoraði þrjú mörk er liðið mætti Stuttgart frá Þýskalandi í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil.

Nýi Hollendingurinn í liði Barcelona, Memphis Depay, kom liðinu yfir á 21. mínútu og Yusuf Demir bætti við marki á 36. mínútu. Varamaðurinn Riqui Puig bætti við þriðja og síðasta markinu á 73. mínútu og 3:0-sigur Barcelona staðreynd. 

Barcelona mætir Salzburg og Juventus á næstu dögum áður en liðið leikur við Real Sociedad á heimavelli í 1. umferð spænsku 1. deildarinnar.

mbl.is