Bayern fékk skell á heimavelli

Bayern München fékk skell gegn Napólí.
Bayern München fékk skell gegn Napólí. AFP

Þýskalandsmeistarar Bayern München fengu óvæntan 0:3-skell á heimavelli gegn Napólí frá Ítalíu í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil í dag.

Bayern stillti upp sínu sterkasta liði, en gat þrátt fyrir það ekki komið í veg fyrir stórt tap. Victor Osimhen skoraði tvö fyrstu mörk Napólí á 69. og 71. mínútu og Zinédine Machach gulltryggði 3:0-sigur fimm mínútum fyrir leikslok.

Bayern hefur titilbaráttuna í þýsku deildinni á útivelli gegn Borussia Mönchengladbach 13. ágúst. Napólí byrjar á heimavelli gegn Íslendingaliðinu Venezia í ítölsku A-deildinni 22. ágúst.

Julian Nagelsmann tók við Bayern af dögunum af Hansi Flick. Luciano Spalletti tók við Napóli af Gennaro Gattusso fyrir komandi tímabil.

mbl.is