Frá Þýskalandi til Englands

Leon Bailey, fyrir miðju, í leik með landsliði Jamaíka.
Leon Bailey, fyrir miðju, í leik með landsliði Jamaíka. AFP

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur komist að samkomulagi við Bayer Leverkusen um kaup á Leon Bailey, kantmanni frá Jamaíku. Bailey á enn eftir að semja um kaup og kjör við félagið og standast læknisskoðun.  

Bailey var eftirsóttur af enskum félögum á síðustu leiktíð en þá vildi Leverkusen 40 milljónir punda fyrir sóknarmanninn. Að sögn Sky höfðu Manchester City, Manchester United og Liverpool öll áhuga á Baley.

Leverkusen mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og neyddist því til að selja einn af sínum bestu leikmönnum. Hann skoraði 28 mörk í 119 deildarleikjum með Leverkusen.

mbl.is