Tökum aftur upp gamla fyrirkomulagið

Breiðablik vann frækinn sigur gegn Austria Wien á fimmtudaginn.
Breiðablik vann frækinn sigur gegn Austria Wien á fimmtudaginn. mbl.is/Unnur Karen

Margir gleðjast nú yfir árangri Breiðabliks eftir að liðið sló út félag með mikla hefð, Austria Wien. Skiljanlega. Næsti andstæðingur er Aberdeen sem eitt sinn varð Evrópumeistari bikarhafa undir stjórn sir Alex Fergusons. Á þeim árum dróst Aberdeen tvívegis á móti ÍA og kemur nú aftur til Íslands.

Ég legg til að forystufólk í KSÍ beiti sér fyrir því á vettvangi UEFA að notast verði við gamla fyrirkomulagið í Evrópukeppnum á nýjan leik. Landsmeistarar fari í Evrópukeppni meistaraliða og bikarmeistarar í Evrópukeppni bikarhafa. Eina undantekningin væri að sigurvegarar í keppnunum gætu tekið aftur þátt í þeim. Liðin sem lenda ofarlega í deildakeppnum fara í Evrópukeppni félagsliða. Útsláttarfyrirkomulag í ætt við bikarkeppni.

Bakvörð Kristjáns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert