Goðsögnin hætt með landsliðið

Andrey Shevchenko er hættur með úkraínska landsliðið.
Andrey Shevchenko er hættur með úkraínska landsliðið. AFP

Úkraínski knattspyrnustjórinn Andriy Shevchenko er hættur þjálfun landsliðs þjóðar sinnar. Samningur Shevchenko við úkraínska knattspyrnusambandið rann út í dag og verður ekki framlengdur.

Shevchenko hefur stýrt úkraínska liðinu síðustu fimm árin með ágætum árangri. Hann fór með liðið alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins í sumar, þar sem liðið tapaði fyrir Englandi.

Framherjinn fyrrverandi er einn allra besti leikmaður Úkraínu frá upphafi en hann skoraði á sínum tíma 48 mörk í 111 landsleikjum. Þá lék hann m.a. með AC Milan og Chelsea á farsælum ferli.

mbl.is