Lille vann PSG í meistaraslagnum

Leikmenn Lille fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Lille fagna sigurmarkinu. AFP

Frakklandsmeistarar Lille unnu í kvöld 1:0-sigur á bikarmeisturum Paris SG í Meistarakeppni Frakklands í fótbolta. Leikið var á Bloomfield-vellinum í Tel Aviv í Ísrael. 

Lille vann frönsku deildina óvænt á síðustu leiktíð eftir baráttu við Parísarliðið og aftur hafði Lille betur í kvöld. Portúgalinn Xeka skoraði sigurmarkið á 44. mínútu.

Lille hefur titilvörnina á útivelli gegn Mets 8. ágúst á meðan PSG heimsækir Troyes degi fyrr.

mbl.is