Tvö íslensk mörk í Íslendingaslag

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrra mark Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrra mark Vålerenga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuliðin Vålerenga frá Noregi og Kristianstad frá Svíþjóð mættust í æfingaleik í dag og gerðu 2:2-jafntefli.

Íslendingar voru áberandi í leiknum því Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrra mark Vålerenga og Sveindís Jane Jónsdóttir annað mark Kristianstad. Sif Atladóttir leikur einnig með Kristianstad og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.

Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst aftur á laugardaginn kemur eftir hlé og Vålerenga mætir Kolbotn á heimavelli. Kristianstad mætir AIK viku síðar, en Hallbera Guðný Gísladóttir leikur með AIK.

mbl.is