Heimir í rússnesku úrvalsdeildina?

Heimir Hallgrímsson gæti tekið við Krasnodar í Rússlandi.
Heimir Hallgrímsson gæti tekið við Krasnodar í Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er orðaður við þjálfarastöðuna hjá rússneska liðinu Rostov. 

Eurostavka greinir frá því að Heimir sé einn af fimm þjálfurum sem forráðamenn Rostov fylgjast grannt með. Heimir hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Al-Arabi í Katar í maí.

Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þekkir Artashes Arutyunyants, forseta Rostov, vel því hann ferðaðist reglulega á leiki liðsins er hann var landsliðsþjálfari.

Sverrir Ingi Ingason, Viðar Örn Kjartansson, Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson hafa allir leikið með Rostov á undanförnum árum. 

mbl.is