Van Gaal tekinn við Hollendingum í þriðja sinn

Louis van Gaal er tekinn við hollenska karlalandsliðinu í þriðja …
Louis van Gaal er tekinn við hollenska karlalandsliðinu í þriðja sinn. AFP

Hollenska knattspyrnusambandið hefur staðfest ráðninguna á Louis van Gaal sem nýjum aðalþjálfara karlalandsliðsins. Tekur hann við liðinu í þriðja skipti á þjálfaraferli sínum.

Þjálfarastaðan varð laus eftir að Frank de Boer sagði starfi sínu lausu eftir að Holland féll úr keppni í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.

Ráðningin hefur legið í loftinu í tæpan mánuð og hefur nú verið staðfest.

Van Gaal stýrði hol­lenska landsliðinu fyrst frá 2000 til 2002 og síðan 2012 til 2014. Und­ir hans stjórn lentu Hol­lend­ing­ar í þriðja sæti á HM 2014.

Van Gaal gerði Ajax að Evr­ópu­meist­ur­um árið 1995 og hol­lensk­um meist­ur­um þris­var frá 1994 til 1996. Þá gerði hann Barcelona tvisvar að spænsk­um meist­ara, AZ Alk­ma­ar einu sinni að hol­lensk­um meist­ara og Bayern München að Þýska­lands­meist­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert