Sonur Ballacks lést af slysförum

Michael Ballack í leik með Chelsea gegn Arsenal.
Michael Ballack í leik með Chelsea gegn Arsenal. EDDIE KEOGH

Hinn 18 ára gamli Emilio Ballack lést í morgun aðeins 18 ára gamall. Strákurinn ungi var sonur Michaels Ballacks, fyrrverandi knattspyrnumanns hjá Chelsea, Bayern München og þýska landsliðinu.

Emilio Ballack lést í fjórhjólaslysi í Troia í nágrenni Lissabon, höfuðborg Portúgals. Emilio var næstelsti sonur knattspyrnustjörnunnar fyrrverandi og eiginkonu hans Simone Lambe.

Michael Ballack lagði skóna á hilluna árið 2012, en hann er 44 ára. Miðjumaðurinn lék 98 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði 44 mörk.

mbl.is