Fjórar vítaspyrnur í fyrri hálfleik

Ivan Rakitic fagnar marki sínu fyrir Sevilla.
Ivan Rakitic fagnar marki sínu fyrir Sevilla. AFP

Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í fyrri hálfleik þegar Sevilla og Salzburg mættust í G-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Luka Sucic kom Salzburg yfir með marki úr víti á 21. mínútu. Ivan Rakitic jafnaði einnig úr vítaspyrnu fyrir Sevilla á 42. mínútu og þar við sat. 

Salzburg fékk þrjú víti í leiknum en aðeins eitt þeirra nýttist. Karim Adeyemi brenndi af á 13. mínútu og Luka Sucic skaut í stöng á 37. mínútu. 

Dómarinn Aleksei Kulbakov frá Hvíta-Rússlandi var ekki hættur að taka stórar ákvarðanir. Youssef En-Nesyri var rekinn út af hjá Sevilla á 50. mínútu en ekkert var skorað í síðari hálfleik. 

Lille og Wolfsburg eru einnig í G-riðlinum og mætast í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert