Verður ekki með á Anfield

Zlatan Ibrahimovic verður ekki með AC Milan í stórleiknum gegn …
Zlatan Ibrahimovic verður ekki með AC Milan í stórleiknum gegn Liverpool. AFP

Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic verður fjarri góðu gamni þegar lið hans AC Milan heimsækir Liverpool á Anfield í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Ibrahimovic sneri aftur eftir fjögurra mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla um liðna helgi og skoraði í 2:0 sigri gegn Lazio.

Núna er hann hins vegar að glíma við meiðsli á hásin og verður því ekki tekin áhættan á því að spila honum á morgun. Ferðast Zlatan því ekki með AC Milan til Liverpool.

Aðrir lykilmenn liðsins eru hins vegar klárir í slaginn og verða með.

mbl.is