Fimm marka veisla á Anfield

Jordan Henderson reyndist hetja Liverpool þegar liðið tók á móti AC Milan í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í kvöld.

Leiknum lauk með 3:2-sigri enska liðsins en Henderson skoraði sigurmark leiksins með frábæru skotu, rétt utan teigs, sem söng í bláhorninu.

Fikayo Tomori varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 9. mínútu en ante Rebic jafnaði metin fyrir AC Milan á 42. mínútu. 

Brahim Díaz kom svo AC Milan yfir tveimur mínútum síðar og Ítalarnir leiddu 2:1 í hálfleik.

Mohamed Salah jafnaði metin í 2:2-fyrir Liverpool í upphafi síðari hálfleiks áður en títtnefndur Henderson skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleikinn.

Í hinum leik riðilsins gerðu Atlético Madrid og Porto markalaust jafntefli í Madrid á Spáni, 0:0.

Liverpool er með 3 stig í efsta sæti riðilsins, Atlético Madrid og Porto koma þar á eftir með 1 stig hvort og AC Milan er án stiga.

Liverpool 3:2 AC Milan opna loka
90. mín. +5 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is