Guðmundur lagði upp í jafntefli

Guðmundur Þórarinsson í landsleiknum gegn Rúmeníu fyrr í mánuðinum.
Guðmundur Þórarinsson í landsleiknum gegn Rúmeníu fyrr í mánuðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson lagði upp eitt marka New York City þegar liðið gerði 3:3 jafntefli gegn Dallas í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt.

Dallas tók forystuna snemma leiks áður en New York jafnaði metin á 20. mínútu.

Eftir tæplega klukkutíma leik komst New York svo yfir en skömmu síðar jafnaði Dallas.

Staðan orðin 2:2 á 63. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Talles Magno eftir fyrirgjöf Guðmundar og kom New York yfir öðru sinni í leiknum.

Dallas var ekki á því að gefast upp og jafnaði metin í 3:3 fimm mínútum síðar.

Það reyndust lokatölur í stórskemmtilegum leik.

New York er eftir jafnteflið áfram í 8. sæti deildarinnar á meðan Dallas er í 20. sæti af 26 liðum.

mbl.is