Sex mörk í fimm leikjum

Erling Braut Haaland í baráttunni í Tyrklandi í kvöld.
Erling Braut Haaland í baráttunni í Tyrklandi í kvöld. AFP

Erling Braut Haaland var á skotskónum fyrir Borussia Dortmund þegar liðið vann 2:1-sigur gegn Besiktas í C-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Tyrklandi í kvöld.

Jude Bellingham kom Dortmund yfir á 20. mínútu og Haaland bætti við öðru marki Dortmund undir lok fyrri hálfleiks áður en Francisco Montero minnkaði muninn fyrir Besiktas á lokamínútunum.

Haaland hefur byrjað tímabilið af krafti en þetta var hans sjötta mark í fimm leikjum fyrir Dortmund.

Þá vann Sheriff frá Moldóvu 2:0-sigur gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu í D-riðli þar sem þeir Adama Traore og Momo Yansane skoruðu mörk Sheriff.

mbl.is