Þrumaði gæslukonu niður og gaf henni treyjuna (myndir)

Cristiano Ronaldo athugar með líðan gæslukonunnar sem hann þrumaði niður …
Cristiano Ronaldo athugar með líðan gæslukonunnar sem hann þrumaði niður í upphitun í gær. AFP

Óheppin gæslukona á leik Young Boys og Manchester United í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gær varð fyrir bylmingsskoti Cristiano Ronaldos í upphitun fyrir leik.

Hún steinlá eftir það og virtist nokkuð brugðið.

Gæslukonan jafnaði sig þó og var himinlifandi í leikslok eftir að Ronaldo kom til hennar og gaf henni keppnistreyjuna sem hann klæddist í leiknum.

Young Boys hafði 2:1 sigur í leiknum í gær eftir að Ronaldo hafði komið United í forystu snemma leiks.

Ronaldo fagnar marki sínu í gær.
Ronaldo fagnar marki sínu í gær. AFP
mbl.is