Albert lagði upp mark í Danmörku

Albert Guðmundsson lét að sér kveða í Sambandsdeild UEFA í …
Albert Guðmundsson lét að sér kveða í Sambandsdeild UEFA í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Albert Guðmundsson lagði upp fyrsta mark AZ Alkmaar þegar liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Randers í D-riðli Sambandsdeildar UEFA í knattspyrnu í Danmörku í kvöld.

Jordy Clasie kom AZ Alkmaar yfir eftir undirbúning Alberts en íslenska landsliðsmanninum var skipt af velli á 77. mínútu.

AZ Alkmaar er með 1 stig í öðru sæti D-riðils en Jablonec er í efsta sætinu með 3 stig eftir 1:0-heimasigur gegn CFR Cluj. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leikmannahóp rúmenska liðsins í kvöld.

mbl.is