Grét eftir baul eigin stuðningsmanna

Sergi Roberto í leiknum gegn Bayern München á þriðjudagskvöld.
Sergi Roberto í leiknum gegn Bayern München á þriðjudagskvöld. AFP

Sergi Roberto, bakverði spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, sárnaði það mjög þegar stuðningsmenn félagsins bauluð á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í 0:3 tapi liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Samkvæmt spænska íþróttablaðinu AS var Roberto svo leiður að hann grét í búningsklefa Börsunga eftir leikinn.

Roberto er uppalinn hjá Barcelona og varð fyrir aðkasti stórs hluta þeirra 40.000 stuðningsmanna liðsins sem voru mættir til að bera lið sitt augum á Camp Nou-vellinum þar í borg.

Hann var tekinn af velli eftir 59 mínútna leik í stöðunni 0:2 og heyrðust þá hávær blístur frá stuðningsmönnum Barcelona.

mbl.is